Þó við rökræðum við okkur sjálf er það stundum ekki nóg til að sannfæra okkur um að neikvæðar hugsanir okkar eru ekki aðeins óhjálplegar heldur líka rangar.

Við þurfum að safna reynslu sem gengur gegn þessum skoðunum okkar. Þetta getum við gert með atferlistilraunum.

 

  Ég hugsa of mikið um það
sem ég má ekki hugsa
og hugsa um af hverju
ég hugsa um það
ég hugsa að ég verði að hugsa
um að hætta að hugsa
...eða...ég hugsa það


—Guðný Svava Strandberg