ATFERLISTILRAUN

 

Þetta verkefni felst í því að prófa skoðanir okkar og hugmyndir. Við látum reyna á þær skoðanir sem við höfum um hvað muni gerast. Við göngum til verks eins og vísindamenn: Spáum fyrir um hvað muni gerast. Þetta er tilgátan okkar. Finnum leið til að prófa tilgátuna og sjáum hver útkoman verður.

ForspáForspá: Spá fyrir um eitthvað.:

Ég mun ekki geta blandað geði við neinn í boðinu. Þetta verður óþægilegt og leiðinlegt.

Rök með:

Ég hef það svo skítt að ég er leiðinlegur félagsskapur. Á erfitt með að blanda geði svona þungur og hef slæm áhrif á mannskapinn.

Rök á móti:

Áður naut ég þess að hitta fólk. Mér hefur stundum þótt gott að hitta aðra þegar ég er þungur og mér hefur liðið betur á eftir. Enginn ætlast til að ég haldi uppi fjörinu. Get misst af tækifæri til að eiga góða stund ef ég fer ekki.

Hvernig ég ætla að ganga úr skugga um hvort forspáin er rétt eða röng:

Fer í boðið og athuga hvað gerist. Reyni að slaka á og hlusta á hvað aðrir hafa að segja. Held mig nálægt þeim sem ég þekki best til að byrja með.

Hver er niðurstaðan:

Fór snemma. Skemmti mér ekki. Það var aðallega vegna þess að ég var allt of upptekinn af mínum eigin neikvæðu hugsunum og fór því á mis við það sem var að gerast í kringum mig.

Hver er lærdómurinn:

Næst þarf ég að undirbúa mig fyrirfram með því að skoða og finna rök gegn neikvæðum hugsunum og hrakspám. Ætla að æfa mig í því. Ætla að athuga hvort Gunni vill koma með mér í bíó einhvern daginn.

 

VERKEFNIBlýantur

 

Verkefnin er yfirleitt hægt að fylla út og prenta, en EKKI að vista.
Til að vista útfyllt eyðublöð þarf að vera með nýjustu útgáfu af Foxit Reader.

 

PDF Atferlistilraun