Þegar þú ert kominn með hugmyndir um hvert þú vilt fara þarf að finna leiðir til að komast þangað. Þá er gott að velta fyrir sér öllum hugsanlegum valkostum eða leiðum í stöðunni.
Ekki stökkva á fyrstu lausnina sem kemur upp í hugann, hún þarf ekki að vera sú besta.
Ekki útiloka neitt fyrirfram. Það sem lítur ekki út fyrir að vera góður kostur í byrjun gæti reynst góð lausn.
VERKEFNI
Verkefnin er yfirleitt hægt að fylla út og prenta, en EKKI að vista.
Til að vista útfyllt eyðublöð þarf að vera með nýjustu útgáfu af Foxit Reader.
Hér kemur æfing sem hjálpar þér að hugsa út fyrir rammann: Skrifaðu niður allt sem þér dettur í hug að hægt sé að gera með teppi eða múrsteinum. Reyndu að fá einhverja til að hugsa þetta með þér og bæta við listann þinn. Sjálfsagt verða þetta ekki allt gáfulegar hugmyndir en gætu verið skemmtilegar og sýnt mátt hugans til að finna nýjar leiðir. |