Bakslög eru eðlilegur hluti af bataferli.
Gott er að hafa í huga að það er ekkert óeðlilegt þó líðanin versni aftur tímabundið. Sveiflur í líðan er hluti af því að vera mannlegur.
Stundum erum við döpur eða í óstuði og stundum erum við glöð og ánægð. Það er hins vegar mjög mikilvægt fyrir þig að vera meðvitaður um hættumerkin þín og vita hvað þú þarft að varast til að fyrirbyggja versnandi líðan.
„Listin að lifa felst í því að taka eftir þeim tækifærum sem okkur gefast og grípa allt það góða sem við mögulega getum“. —William James
|