Hættumerkin má
oft sjá fyrirfram og
það er hægt að
bregðast við þeim.

Til þess að forðast bakslagBakslag/hrösun: Afturkippur, fara aftur í sama farið. er nauðsynlegt að líta yfir farinn veg og skoða fyrri reynslu. Hver og einn þarf að skoða eigin sögu og komast að því hvernig geðlægð grefur smám saman um sig. HættumerkinHættumerki: Viðvörunarmerki. má oft sjá nokkru áður en þunglyndið gerir vart við sig og það er hægt að bregðast við þeim.

Reyndu að glöggva þig á hvað þú getur notað sem viðvörun. Þú getur fylgst sérstaklega með ákveðnum þáttum í líðan þinni, hugsun, hegðun eða líkamlegu ástandi. Gott er að undirbúa fyrirfram hvað hægt er að gera þegar þessar aðstæður skapast.

Á næsta verkefnablaði getur þú skráð niður þau hættumerki sem þú þarft að taka eftir og bregðast við. Þau geta tengst líðan, hugsunum, hegðun, líkamlegum þáttum eða aðstæðum. Leiðbeinandi atriðiLeiðbeinandi atriði: Hjálplegar vísbendingar. eru í fyrsta dálkinum. Skráðu síðan niður það sem þú getur gert ef þú verður var við þessi hættumerki. Það er gagnlegt að vera búinn að hugsa fyrirfram hvað þú getur gert ef þér fer að líða illa aftur, þú ferð að einangra þig eða sjálfvirkar neikvæðar hugsanirSjálfvirkar neikvæðar hugsanir: Óboðnar, óæskilegar hugsanir sem hafa neikvæð áhrif á líðan. verða áberandi. Gott er að fara yfir það sem hefur gefist vel eða til dæmis skoða hvað þú myndir ráðleggja besta vini þínum í svipuðum aðstæðum.

 

VERKEFNIBlýantur

 

Verkefnin er yfirleitt hægt að fylla út og prenta, en EKKI að vista.
Til að vista útfyllt eyðublöð þarf að vera með nýjustu útgáfu af Foxit Reader.

 

PDF Hættumerki