Ein leið til að rjúfa
vítahringinn er að
breyta hegðun, til
dæmis með því að
auka virkni.

Í upphafi þessarar bókar var fjallað um einkenni og afleiðingar þunglyndis. Skoðaðar voru ýmsar aðferðir til að auka virkniVirkni: Það sem þú gerir. og farið var yfir hvernig hægt er að nota virknitöflu sem hjálpartæki til þess. Að því loknu var farið yfir vítahring þunglyndis, hvernig neikvæðar hugsanir og minni virkni tengjast þunglyndi. Þetta var meðal annars skoðað með fimm þátta líkaninu. Ein leið til að rjúfa vítahringinn er að breyta hegðun, til dæmis með því að auka virkni. Stundum þarf að leysa vandamál eða skipta verkefnum niður í viðráðanlega áfanga. Önnur leið er að breyta hugarfari, til dæmis með því að koma auga á sjálfvirkar neikvæðar hugsanirSjálfvirkar neikvæðar hugsanir: Óboðnar, óæskilegar hugsanir sem hafa neikvæð áhrif á líðan. og bjagaðan hugsunarhátt og finna skynsamleg svör eða mótrökMótrök: Rök á móti, t.d. neikvæðum hugsunum.. Stundum þarf líka að vinna með sjálfsmyndina eða kjarnaviðhorfinKjarnaviðhorf: Viðhorf eða grunntrú sem við höfum til okkar sjálfra, annarra og lífsins í heild. og lífsreglurnar sem liggja að baki sjálfvirku neikvæðu hugsununum. Það er gert með því að tileinka sér ný og uppbyggileg kjarnaviðhorf og leita markvisst eftir rökum eða reynslu sem styðja þau. Einnig er mikilvægt að tileinka sér sjálfstyrk og ákveðniÁkveðni: Að tjá á beinan, heiðarlegan og viðeigandi hátt hugsanir, tilfinningar, þrár og þarfir., geta sett mörkSetja mörk: Láta ekki ganga á rétt sinn., sagt nei, hrósað eða tekið hrósi svo dæmi séu tekin.

 

VERKEFNIBlýantur

 

Verkefnin er yfirleitt hægt að fylla út og prenta, en EKKI að vista.
Til að vista útfyllt eyðublöð þarf að vera með nýjustu útgáfu af Foxit Reader.

 

PDF Að viðhalda góðum árangri