Það er ekki bara
innihald hugsana
okkar sem skiptir
máli heldur líka
viðhorf okkar til
þeirra.

Það skiptir miklu máli hvernig við metum okkar eigin hugsanir.

Sumir trúa að það sé gagnlegt að hafa áhyggjur, grufla og vera stöðugt á varðbergi.
Dæmi um þannig hugsanir eru:

 

DÆMI

 

  „Ef ég fer vel í gegnum áhyggjur mínar verð ég betur
undirbúinn ef allt fer á versta veg“.

„Ef ég fer vel í gegnum hugsanlegar hættur, verð ég
öruggari ef ég lendi sjálfur í þeim“.

„Ef ég hugsa nógu mikið um af hverju mér líður svona
þá mun ég finna svör við því og það hjálpar mér að leysa
vandann“.

„Ég verð að hafa stjórn á hugsunum mínum því annars
gerist eitthvað slæmt“.

 

Aðrir trúa að þeir hafi ekki stjórn á hugsunum sínum eða að þær séu hættulegar, mikilvægar eða feli alltaf í sér einhverja djúpa merkingu. Dæmi um slík viðhorf geta verið:

 

DÆMI

 

  „Ég hef enga stjórn á áhyggjunum/gruflinu“.

„Slæmar hugsanir geta látið mig gera slæma hluti“.

„Úr því að ég er að hugsa þetta þá hlýtur það að vera rétt“.