Til þess að skilja betur áhrif þunglyndis og kvíða á líf okkar og líðan er gott að nota svokallað fimm þátta líkan. Líkanið sýnir á einfaldan en áhrifaríkan hátt hvernig hugsanir, tilfinningar, hegðun, líkamleg einkenni og viðhorf okkar til lífsins og tilverunnar hafa áhrif hvert á annað. Breytingar á einum þætti, hvort sem hún er jákvæð eða neikvæð, hefur einnig áhrif á hina.
Sem dæmi má nefna að breyting á hegðun hefur áhrif á hugsun okkar og hvernig okkur líður bæði líkamlega og andlega. Auk
þess getur breyting á hegðun valdið breytingu á því hvernig við upplifum lífið og tilveruna. Viðhorf okkar til lífsins hafa mótast af reynslu okkar og bakgrunni. Þessi viðhorf geta einnig haft áhrif á hugarfar og hegðunarmynstur. Skilningur á samverkandi áhrifum þessara þátta getur hjálpað okkur að skilja ýmis konar vandamál eða aðstæður sem upp koma.