Þegar tekist er á við þunglyndi er gott að byrja á því að auka virknina t.d. sinna heimili eða áhugamálum, auka hreyfingu og fleira.

Með því að skrá í virknitöflu getur þú fylgst með í hvað tíminn fer og skoðað sambandið á milli þess hvað þú gerir og hvernig
þér líður. Ef þér hefur tekist að auka virknina líður þér vonandi eitthvað betur, en við látum þó ekki staðar numið hér. Til þess að hafa áhrif á þunglyndið er líka miklvægt að þekkja og breyta þeim hugsunarhætti sem viðheldur þunglyndinu.