Við gerum lítið úr jákvæðri reynslu, góðri frammistöðu eða hrósi vegna þess að okkur finnst það „ekkert að marka“ af einhverjum ástæðum. Þannig getum við haldið í neikvæða skoðun þó staðreyndir mæli gegn henni. Margir eiga erfitt með að taka hrósi. Til dæmis ef sagt er: „Heyrðu, þetta var mjög vel gert hjá þér“ er algengt að dregið sé úr hrósinu með því að svara: „Þetta er nú bara mitt starf.“
DÆMI
Sigga var niðurdregin af því henni fannst Halli ekki veita sér athygli. Loksins tók Halli eftir nýju hárgreiðslunni. „Mikið er flott á þér hárið!“ Sigga hugsaði með sér: „Hann segir þetta bara af því hann sér að ég er í fýlu.“ |