Við einblínum á eitt neikvætt smáatriði eða eina hlið á máli eða flóknum aðstæðum þangað til það byrgir okkur sýn á heildarmyndina. Þannig sjáum við aðstæðurnar í heild í neikvæðu ljósi. Það er eins og að horfa á aðstæður í gegnum langt rör sem við beinum að einstökum neikvæðum atriðum.

 

DÆMI

 

  Þó Halli væri kátur og léki á alls oddi var Sigga upptekin af því
að hann hafði ekki tekið eftir nýju hárgreiðslunni eða kjólnum.
Það skyggði á allt annað sem gerðist þetta kvöld. Henni fannst
því kvöldið sem hún var búin að undirbúa alveg misheppnað.