Við ýkjum gjarnan okkar eigin mistök og annmarka og gerum meira úr þýðingu þeirra en ástæða er til. Aftur á móti hættir okkur til að smækka og draga úr þýðingu góðra eiginleika og færni hjá okkur sjálfum.

 

DÆMI

 

  Sigga ýkti þýðingu þess að Halli tók ekki eftir hárinu á henni.
Hún ýkti líka þýðingu paprikunnar fyrir salatið þó í því væru
margar tegundir. Aftur á móti dró hún úr því að Halli gladdist í
raun yfir veisluborðinu og tók um síðir eftir hárinu.