Til að vera fær um að lifa því lífi sem þú vilt lifa, þarft þú að vita hvað þú vilt. Ef þú gerir þér ekki grein fyrir því sjálfur er til fjöldi fólks sem er til í að velja fyrir þig. Því nákvæmar sem þú getur skilgreint óskir þínar og látið þær í ljós og því betur sem þú getur einbeitt þér að því að kanna og taka eftir þeim möguleikum sem eru fyrir hendi, því meiri líkur eru á að þú fáir óskir þínar uppfylltar.

 

  „Viltu vera svo vænn að segja mér, hvaða leið ég á
að velja svo ég komist héðan“ sagði Lísa. „Það fer
nú eftir því hvert þú vilt fara“, sagði kötturinn. „Mér
er eiginlega alveg sama“, sagði Lísa. „Þá er líka
alveg sama hvaða leið þú ferð“, sagði kötturinn.


—Úr Lísa í Undralandi, Lewis Carol