Í fljótu bragði kann þér að finnast eins og að þú setjir þér sjaldan markmið. En við eigum öll okkar drauma og það má segja að draumar okkar og væntingar til lífsins séu markmið okkar. Lífshamingja okkar veltur meðal annars á því að geta gert draumana að veruleika. En draumar rætast ekki af sjálfu sér og það er ekki alltaf auðvelt að hrinda þeim í framkvæmd. Til að draumar rætist þurfum við að leggja ýmislegt á okkur.

  Góð markmið fela
í sér lítil, afmörkuð
og raunhæf skref.

Gamalt íslenskt máltæki segir: „Hver er sinnar gæfu smiður”. Annað máltæki segir einnig: „Sveltur sitjandi kráka en fljúgandi fær”. Þessi máltæki geyma mikinn sannleika. Við ætlum að skoða hvernig við getum sett okkur markmið og náð þeim.

Íþróttamenn gæta þess vel að setja sér fyrst og fremst raunhæf markmið. Þannig er minni hætta á að þeir gefist upp. En góðir íþróttamenn eru líka óhræddir við að eiga stóra drauma og stefna að sigrum.

Áður fyrr var leiðum skipt upp með vörðum með reglulegu millibili. Ef skyggnið var slæmt sást ekki öll leiðin, en hægt var að stefna á næstu vörðu. Þegar þeim áfanga var náð var hægt að taka stefnuna á þar næstu vörðu og svo koll af kolli þar til komið var á leiðarenda.

  Hugsaðu í lausnum.

Eins er það með markmiðin. Við þurfum að vita hvert við stefnum, til dæmis yfir heiðina sem er langtímamarkmiðLangtímamarkmið: Stærri markmið að stefna að til lengri tíma. og skipta leiðinni upp í raunhæf markmið að næstu vörðu sem er þá skammtímamarkmiðSkammtímamarkmið: Smærri markmið að stefna að, oft til styttri tíma.. Raunhæf markmið þurfa að taka mið af aðstæðum og getu á hverjum tíma.

 

Hér koma nokkur atriði sem auðvelda þér leiðina:

Þú ættir að setja þér markmið með jákvæðu hugarfari.

Það er auðveldara að fara þangað sem þú óskar, heldur en burt frá einhverju sem þú óskar ekki.

Það verður að vera á þínu valdi að ná markmiðinu.

Það þýðir að þér sé mögulegt að ná markmiðinu. Þú ert sjálfur ábyrgur fyrir breytingunum. Sem dæmi verður þú að finna út hvað þú getur gert til að vingast við þá sem þig langar til að kynnast, í stað þess að bíða eftir að þeir vingist við þig.

Reyndu að skilgreina markmiðið eins nákvæmlega og hægt er.

Hvað viltu sjá, heyra eða hvernig viltu að þér líði? Skrifaðu það niður út frá hugtökunum hver, hvað, hvar, hvenær og hvernig.

Hvernig veistu hvenær þú hefur náð markmiðinu?

Hvað muntu sjá, heyra og hvernig líður þér þegar þú hefur náð markmiðinu? Mikilvægt er að setja sér tímamörk, þ.e. hvenær er áætlað að markmiðinu sé náð.

  Oft er gott að
skipta leiðinni að
markmiðinu niður
í áfanga líkt og
leiðum milli
tveggja staða.

Hvað þarf til að markmiðið náist?

Hefur þú nú þegar þá styrkleika sem nauðsynlegir eru til að ná markmiðinu, ef ekki hvernig getur þú öðlast þá? Þetta geta verið bæði innri styrkleikarStyrkleikar: Kostir og jákvæðir þættir. og ytri en með ytri styrkleikum er átt við styðjandi þætti í aðstæðum þínum og umhverfi.

Markmiðið þarf að vera mátulega stórt eða umfangsmikið og raunhæft.

Ef markmiðið er of viðamikið er gott að skipta því niður í smærri markmið sem er auðveldara að ná og e.t.v. má skipta þeim í skammtíma og langtímamarkmið.

Hugsaðu í lausnum í stað hindrana.

„Hvað gæti hindrað mig í að ná markmiðinu?” gæti breyst í: „Hvað get ég gert til að þetta markmið verði að veruleika?”

Hvað myndi það gera fyrir þig og líf þitt að ná markmiðinu?

Svar við þessu gæti verið til dæmis: „Þegar mér hefur tekist það þá er líklegt að mér líði betur og ég gæti farið út á meðal fólks með vini mínum.”

Hvaða afleiðingar hefði það ef ég næði takmarki mínu?

Við erum ekki ein heldur lifum við í samfélagi með öðrum. „Hvað þýðir það fyrir mig eða fjölskylduna, missir einhver annar það hlutverk sem hann hefur haft í fjölskyldunni, verð ég að afsala mér einhverju eða taka meiri ábyrgð“?

  Markmið þurfa að
vera mátulega stór,
umfangsmikil og
raunhæf.

Gættu þess að markmiðið hæfi bæði þér og því samfélagi sem þú lifir í.

Það að þú náir þínu markmiði má ekki vera á kostnað annarra. Það þarf að ríkja sátt um að það verði að veruleika. Þú þarft ef til vill að ræða það við aðra. Þú gætir líka þurft að endurskoða markmiðið eða breyta því þangað til samkomulagi er náð. Hér er hollt að minnast gríska konungsins Midasar. Hann óskaði þess að allt sem hann snerti yrði að gulli. Hann komst fljótt að því að þetta var ekki skynsamleg ósk.