Ein leið til að skilja betur tilfinningar er að skipta þeim upp í eðlilegar og yfirþyrmandi tilfinningar. Eðlileg tilfinning samræmist aðstæðum vel, án tillits til þess hvort hún er þægileg eða óþægileg. Það er til dæmis eðlilegt að sakna vinar síns sem flytur í burtu en það væri ýkt viðbragð að leggjast í þunglyndi yfir missinum. Helstu neikvæðu tilfinningunum má skipta upp í mismunandi þætti sem innihalda tilfinningar sem eru mis sterkar eða frá því að vera eðlilegar upp í það að vera yfirþyrmandi:
Eðlilegar tilfinningar | Yfirþyrmandi |
Áhyggjur, hræðsla eða streita. | Kvíði, angist eða skelfing. |
Vonbrigði, leiði sorg eða söknuður. | Depurð, vonleysi eða hjálparleysi. |
Eftirsjá eða iðrun. | Sektarkennd, samviskubit, skömm eða sjálfshatur. |
Pirringur, óánægja, að mislíka eða gremjast. | Yfirdrifin reiði, biturð, bræði, afbrýðisemi eða hatur. |
Ekki má heldur gleyma jákvæðum tilfinningum svo sem ánægju, kímni, gleði og ást.