Í síðasta kafla vorum við að skoða sjálfvirkar neikvæðar hugsanirSjálfvirkar neikvæðar hugsanir: Óboðnar, óæskilegar hugsanir sem hafa neikvæð áhrif á líðan., en hvaðan koma þær og hvað veldur því að við hugsum svona? Komið hefur í ljós að rótgróin viðhorf stjórna að miklu leyti þessum hugsunum.

Þessi viðhorf hafa búið um sig í hugarheimi okkar á löngum tíma og mótast af ákveðnum skoðunum eða sannfæringu sem kölluð eru kjarnaviðhorfKjarnaviðhorf: Viðhorf eða grunntrú sem við höfum til okkar sjálfra, annarra og lífsins í heild..

 

  Ólánið sem elti mig
orðið hefði minna,
gæti maður sjálfan sig
séð með augum hinna.


—Kristján Ólason