Neikvæðar hugsanir Siggu snerust að miklu leyti um samskiptiSamskipti: Tjáskipti milli fólks, bæði með orðum og líkamstjáningu. hennar við annað fólk og kröfur hennar til sjálfrar sín. Hún túlkaði sífellt hegðun sína og annarra á neikvæðan hátt og sannfærðist þannig enn frekar um að hún væri einskis virði.

Sigga var margoft búin að leiðrétta slíkar bjaganir með því að bera kennsl á og skoða sjálfvirkar neikvæðar hugsanirSjálfvirkar neikvæðar hugsanir: Óboðnar, óæskilegar hugsanir sem hafa neikvæð áhrif á líðan. og finna rök gegn þeim. Samt sem áður komu þær jafnharðan aftur.

Hún prófaði því að skoða atburði og aðstæður sem kölluðu fram sterkar tilfinningar og notaði eftirfarandi aðferðir til að finna lífsreglur sínar og kjarnaviðhorf.

 

Nokkrar sjálfvirkar neikvæðar hugsanir sem komu oft upp í huga Siggu:

 

DÆMI

 

  Ég verð örugglega látin fara
Ég á ekki skilið að vera hér
Hann hefur engan áhuga á mér

Hún fann síðan rauðan þráð eða samhengi í þessum
hugsunum þannig að hún gat lokið við eftirfarandi setningar:


Ég má ekki gera mistök

Ég verð alltaf að standa mig 100%

Ef ég stend mig ekki ...þá verð ég látin fara

Ef ég stend mig ekki heima ...þá missir Halli áhuga á mér

 

 

VERKEFNIBlýantur

 

Verkefnin er yfirleitt hægt að fylla út og prenta, en EKKI að vista.
Til að vista útfyllt eyðublöð þarf að vera með nýjustu útgáfu af Foxit Reader.

 

PDF Lífsreglurnar bak við sjálfvirkar