HUGLEIÐING
Það skiptir máli hvað þú segir við sjálfan þig. Ertu uppbyggjandi eða ertu að rífa sjálfan þig niður?
Hér á eftir koma dæmi um niðurrifshugsanir og meira uppbyggjandi hugsanir í ákveðnum aðstæðum.
AÐSTÆÐUR
Niðurrifshugsanir | Uppbyggjandi hugsanir |
Röddin gefur sig. | Ég get þetta eins og aðrir. |
Ég segi einhverja vitleysu. | Hinir eru jafn óöruggir og ég. |
Ég verð slegin út af laginu. | Ég er ekkert vitlausari en aðrir. |
Það kemur allt öfugt út úr mér. | Öllum þarf ekki að líka við mig. |
Hinum finnst þetta ómögulegt. | Ég verð ánægðari ef ég tala þegar mig langar. |
Ég er ekkert að trana mérfram. | Ég á sama rétt og aðrir á að láta í mér heyra. |
Ég geri mig að fífli. | Það er allt í lagi að vera kvíðinn. |
Það líður yfir mig. | Það veitir ekki af að þetta komi fram sem mig langar að segja. |
Hinum þykir þetta vitlaust. | Ég hef oft spurt ágætra spurninga þegar ég hef talað. |
Hinir hafa meira vit á þessu. | Ég bjarga mér út úr því ef ég mismæli mig. |
Hinum finnst þetta leiðinlegt. | Skyldi það verða forsíðufrétt í Mogganum ef ég segi vitleysu? |
Hinir hafa ekki áhuga. | Það fer mér vel að roðna. |
Hinir nenna ekki að hlusta. | |
Kannski stama ég og hinir taka eftir því og hugsa eitthvað neikvætt um mig. | |
Kannski roðna ég. | —Anna Valdimarsdóttir, 1999 |
VERKEFNI
Verkefnin er yfirleitt hægt að fylla út og prenta, en EKKI að vista.
Til að vista útfyllt eyðublöð þarf að vera með nýjustu útgáfu af Foxit Reader.