Segðu já þegar
þú meinar já
og nei þegar
þú meinar nei.

Að gefa skýr skilaboðSkýr skilaboð: Skilaboð sett fram á skiljanlegan og ákveðinn hátt. er hluti af því að sýna ákveðniÁkveðni: Að tjá á beinan, heiðarlegan og viðeigandi hátt hugsanir, tilfinningar, þrár og þarfir. og færni í samskiptum. Hér á eftir koma nokkur dæmi um skýr tjáskiptiSkýr tjáskipti: Samskipti þar sem allt er skiljanlegt og greinilegt. Það fer ekki á milli mála við hvað er átt. sem geta hjálpað þér til þess að sýna ákveðni og færni í samskiptum. Þessi atriði eru leiðbeinandi en ekki algild. Hver og einn getur þróað sinn eigin stíl í samskiptum.

Talaðu fyrir sjálfan þig. Dæmi: „Ég er…“, „Mér finnst…“ o.s.frv. í staðinn fyrir „Maður er…“, „Mörgum finnst…“. Það ert þú sem ert að segja frá og tala fyrir sjálfan þig en ekki aðra. Þú getur t.d. aldrei haft á röngu að standa þegar þú ert að tjá þína eigin persónulegu skoðun eða líðan en auðveldlega haft rangt fyrir þér þegar þú ert að túlka fyrir aðra.

Biddu um það sem þú vilt fá. Ekki tala í gátum. Það er nauðsynlegt að þú tjáir óskir þínar, þarfir og langanir þannig að aðrir skilji þig. Þannig kemur þú óskum þínum til skila.

Veittu ekki fyrirgefningu nema þú sért tilbúinn til þess. Veittu ekki stuðning ef þú ert í vafa og lofaðu ekki upp í ermina á þér. Skýrt „nei“ getur kannski verið það besta sem þú gætir gefið öðrum, ef það er sönn tjáning frá þér.