Reykjalundur

 

 

Markmið þeirra sem nýta sér nálgun hugrænnar atferlismeðferðar til að ná tökum á þunglyndi eru að ná betri líðan. Er núverandi hugsunarháttur þinn hjálplegur til þess að ná því fram sem þú stefnir að eða stendur hann í vegi fyrir þér?

 

DÆMI

 

  Sjálfvirk neikvæð hugsun:
Þetta er vonlaust. Ég á að geta staðið mig betur en þetta eftir
allt saman. Ég get aldrei komist upp á lag með að finna mótrökMótrök: Rök á móti, t.d. neikvæðum hugsunum.
við neikvæðum hugsunum mínum.

Skynsamlegt svar:
Það sem ég vil, er að komast yfir þunglyndið. Þessi hugsun er
ekki hjálpleg til þess. Hún skapar bara verri líðan. Það gerir
ekkert gott að ég segi sjálfum mér að ég ætti að standa mig
betur. Það sem ég þarf er æfing. Ef ég held áfram að rífa mig
niður endar með því að ég gefst upp í stað þess að æfa mig.