Reykjalundur

 

 

Mörg bjöguð hugsuninBjagaðar hugsanir: Órökréttar eða skekktar hugsanir. Hugsanaskekkjur. er ekki alveg út í bláinn og hefur eitthvert gildi fyrir okkur. Það heldur líklega í henni lífinu. Sumar bjagaðar hugsanir leyfa þér nefnilega að forðast aðstæður sem þér þykja erfiðar eða óþægilegar. Það getur verið þægilegt, en er það kostur eða galli að halda í þessa hugsun? Það gæti verið mikils virði fyrir þig að koma þér upp öðrum viðhorfum, þar sem þú heldur kostunum en forðast gallana á gamla hugsunarhættinum?

 

DÆMI

 

  Sjálfvirk neikvæð hugsun:
Ég verð að gefa góða mynd af mér í þessu teiti.

Skynsamlegt svar:
Kostirnir: Ég reyni eins og ég get að blanda geði og tala við fólk.
Ef fólk kann vel við mig líður mér betur.

Gallarnir: Ef einhver virðist ekki kunna vel við mig þá kemur mér
til með að líða illa og finnast lítið til mín koma.

Ef ég segi sjálfum mér að ég verði að gefa góða mynd af mér
setur það mig undir pressu og þá verður erfitt að slappa af
og hafa gaman af. Það er ómögulegt að öllum finnist ég alltaf
skemmtilegur. Ef fólk kann vel við mig er það ánægjulegt.
Ef því líkar ekki við mig er það samt ekki heimsendir.